Lendingar ákveðinna flugvéla hér á landi teknar til nánari skoðunar

Þessi flugvél er ein þeirra, sem nefndar voru í tengslum …
Þessi flugvél er ein þeirra, sem nefndar voru í tengslum við fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar. Vélin lenti þrisvar á Reykjavíkurflugvelli árið 2004. mbl.is/Sverrir

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra, hef­ur ákveðið að lend­ing­ar ákveðinna flug­véla á Kefla­vík­ur­flug­velli og/​eða Reykja­vík­ur­flug­velli verði tekn­ar til nán­ari skoðunar. Er þessi ákvörðun tek­in í kjöl­far um­fjöll­un­ar þings Evr­ópuráðsins í dag um skýrslu um leynifang­elsi og ólög­legt fanga­flug CIA í gegn­um loft­helgi Evr­ópuráðsríkja.

Þing Evr­ópuráðsins samþykkti í dag skýrslu sviss­neska þing­manns­ins Dicks Marty en í skýrsl­unni er full­yrt, að CIA hafi rekið leyni­leg fang­elsi í Póllandi og Rúm­en­íu á ár­un­um 2003 til 2005 og yf­ir­heyrt þar meinta hryðju­verka­menn.

Þá eru Þjóðverj­ar og Ítal­ar gagn­rýnd­ir fyr­ir að beita laga­ákvæðum um rík­is­leynd­ar­mál til að reyna að hindra rann­sókn­ina.

Álykt­un þar sem tekið er und­ir þess­ar niður­stöður, var samþykkt með 124 at­kvæðum gegn 37 en átta sátu hjá. Breyt­ing­ar­til­lög­ur frá Pól­verj­um og Rúm­en­um, sem neita ásök­un­un­um í skýrsl­unni, voru felld­ar.

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu er ít­rekað, að ís­lensk stjórn­völd hafi svarað með full­nægj­andi hætti beiðnum Evr­ópuráðsins um upp­lýs­ing­ar varðandi fram­an­greint. Enn­frem­ur vilji ut­an­rík­is­ráðuneytið ít­reka að því sé ekki kunn­ugt um flug á veg­um banda­rísku leyniþjón­ust­unn­ar með fanga eða meinta hryðju­verka­menn um ís­lenska loft­helgi eða Kefla­vík­ur­flug­völl. Hafi banda­rísk stjórn­völd aldrei sótt um yf­ir­flugs- eða lend­ing­ar­leyfi fyr­ir slík­ar flug­vél­ar.

Marty full­yrðir í skýrsl­unni, að NATO og Banda­rík­in hafi gert með sér leyni­legt sam­komu­lag eft­ir hryðju­verka­árás­irn­ar á Banda­rík­in 11. sept­em­ber 2001 sem hafi gert CIA kleift að reka fang­els­in leyni­legu.

Í skýrsl­unni seg­ir að Al­eks­and­er Kwasniewski, fyrr­um for­seti Pól­lands, og Ion Iliescu, fyrr­um for­sæt­is­ráðherra Rúm­en­íu og Trai­an Basescu, for­seti lands­ins, hafi heim­ilað um­rædda áætl­un. Í skýrsl­unni er þess kraf­ist þeir þeir verði gerðir ábyrg­ir.

Um er að ræða aðra skýrsla Marty um málið. Hann sagðist ekki hafa umboð til að gera þriðju skýrsl­una og hvatti þing­menn Evr­ópuráðsins að krefjast upp­lýs­inga frá eig­in rík­is­stjórn­um.

Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seta, viður­kenndi á síðasta ári að leynifang­elsi hefðu verið til en all­ir fang­ar hefðu verið flutt­ir þaðan í herfang­elsið við Guantánamoflóa á Kúbu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert