Ný íþróttamannvirki Vals munu bera nafn Vodafone

Skrifað undir samninginn í dag.
Skrifað undir samninginn í dag.

Ný íþróttamannvirki knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda í Reykjavík munu bera nafn Vodafone samkvæmt samningi sem kynntur var í dag. Vodafone verður einn af aðalstyrktaraðilum Vals næstu fimm árin og Valur mun beina öllum sínum viðskiptum á sviði Vodafone til fyrirtækisins.

Hin nýja íþróttahöll Valsmanna mun því heita Vodafonehöllin Hlíðarenda en nýi knattspyrnuvöllurinn mun heita Vodafonevöllurinn Hlíðarenda. Vígsludagur mannvirkjanna verður 25. ágúst n.k.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka