Sérsveitarmenn yfirbuguðu 16 ára dreng með táragasi

Sérsveitarmenn á vakt hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins þurftu í gærkvöldi að grípa til táragass til að yfirbuga 16 ára ungling sem ógnaði fólki í heimahúsi með hnífi.

Lögreglunni barst tilkynning um drenginn á tólfta tímanum í gærkvöldi en eins og venjan er þegar vopnaðir einstaklingar eiga í hlut fóru sérsveitarmenn á vettvang. Lét drengurinn sér ekki segjast og sóttu því sérsveitarmenn að honum með táragasi og úðuðu framan í hann.

Drengurinn hefur margoft komið við sögu lögreglu en ekki liggur fyrir hvað olli því að hann hóf að veifa hnífnum. Þegar rætt var við lögreglu í gærkvöldi var verið að skola úr augum drengsins á slysadeild en því næst stóð til að fara með hann á lögreglustöð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka