„Þetta er kraftaverk"

Magni Hjaltasonog Anita Júlíusdóttir móðir hans
Magni Hjaltasonog Anita Júlíusdóttir móðir hans mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Eftir Skapta Hallgrímsson

skapti@mbl.is

Magni Hjaltason, litli drengurinn sem naumlega var bjargað frá drukknun í Sundlaug Akureyrar í fyrradag, var við hestaheilsu og fékk að fara heim af Fjórðungssjúkrahúsinu í gær. Hann var dasaður en ótrúlega sprækur þegar Morgunblaðið heimsótti fjölskyldu hans.

"Magni var á vappi í kringum okkur en hvarf allt í einu," sagði Anita Júlíusdóttir, móðir Magna. Hún segir soninn jafnan leika sér í heitu pottunum og busllauginni, en aldrei hafa viljað fara ofan í sundlaugina sjálfa.

Virtist heil eilífð

„Þetta er algjört kraftaverk. Hann var alveg lífvana á bakkanum; það var hryllileg sjón og alveg stimpluð í mig," sagði Anita í gær. "Það var erfitt að horfa á fólkið hamast við að lífga barnið við; nokkrar sekúndur virtust sem eilífð," sagði hún.

Það fyrsta sem Magni bað mömmu sína um í gærmorgun þegar hann vaknaði, og sá að klukkan var orðin sjö, var að senda sms á leikskólann og tilkynna að hann kæmist ekki þangað!

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert