Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrjá karlmenn í fangelsi fyrir fjölda brota, þar á meðal auðgunarbrot, fíkniefnalagabrot, peningafölsun, umferðarlagabrot og nytjastuld. Einn fékk 6 mánaða fangelsisdóm, annar 12 mánaða fangelsi og sá þriðji 13 mánaða fangelsi.
Tveir af mönnunum voru fundnir sekir um að hafa falsað 39 fimm þúsund króna peningaseðla og notað til þess sambyggðan litaprentara og skanna. Voru fjórir af seðlunum notaðir.
Allir mennirnir hafa áður hlotið dóma fyrir ýmis brot.