Dæmdur í fangelsi fyrir að stela bleikum múl

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt 19 ára gaml­an karl­mann í 4 mánaða fang­elsi fyr­ir 9 þjófnaðar­brot og til­raun­ir til þjófnaða. Maður­inn var m.a. fund­inn sek­ur um að hafa tvær næt­ur í röð brot­ist inn í versl­un þar sem seld eru hjálp­ar­tæki ástar­lífs­ins og stolið ýms­um mun­um.

Maður­inn var m.a. ákærður fyr­ir að hafa stolið brjóstas­tækk­un­ar­pumpu, bleik­um múl, bleiku lím­bandi og bindi­hlekkj­um fyr­ir hend­ur og fæt­ur í um­ræddri versl­un. Maður­inn játaði inn­brot­inn og að hafa tekið þaðan ein­hverja muni en sagðist ekki muna hvaða hluti hann tók. Í dómn­um seg­ir, að mynd­ir úr ör­ygg­is­mynda­vél sýni ekki með óyggj­andi hætti hvort það voru ná­kvæm­lega þeir mun­ir sem í ákæru greini, sem maður­inn tók ófrjálsri hendi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka