Fimm mánaða fangelsi fyrir að hrækja á lögreglumann

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt tæp­lega fer­tuga konu í 5 mánaða fang­elsi fyr­ir að hrækja á lög­reglu­mann, sem vildi koma í veg fyr­ir að kon­an gleypti poka með am­feta­míni. Kon­an var einnig sak­felld fyr­ir fíkni­efna­laga­brot, inn­brot og til­raun til þjófnaðar.

Í dómn­um seg­ir, að kon­an hafi sýnt lög­reglu­manni mikla lít­ilsvirðingu. Þá hafi verið blóð í hrák­an­um og því raun­hæf ástæða fyr­ir lög­reglu­mann­inn að ótt­ast smit.

Kon­an á tals­verðan saka­fer­il að baki allt frá ár­inu 1988 þegar hún var dæmd fyr­ir þjófnað og fjár­svik en frá þeim tíma hef­ur hún alls 10 sinn­um verið dæmd fyr­ir brot gegn hegn­ing­ar­lög­um og lög­um um áv­ana- og fíkni­efni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka