Galdrafárið rætt í Noregi

Tveir fulltrúar Strandagaldurs eru nú í Norður-Noregi til að vera vera viðstaddir Heksekonferansen í Vardö. Á vefnum strandir.is kemur fram að þar sé rætt um galdrafárið á öldum áður. Ráðstefnan hófst í dag og stendur fram á laugardagskvöld. Þar munu tala margir helstu sérfræðingar um galdra og koma víðsvegar að úr heiminum.

Magnús Rafnsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldurs mun fjalla um íslensk galdramál og meðal annarra má nefna Brian P. Levack frá Texas háskóla einn helsti sérfræðingur á þessu sviði í heiminum, en alls taka tuttugu og fimm fræðimenn þátt í ráðstefnunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert