Lögreglan segir „SMS" hátíðina framundan

Lög­regl­an á Sel­fossi vill vekja at­hygli for­eldra á því sem kallað hef­ur verið „SMS hátíð” og gjarn­an hef­ur verið hald­in fyrstu helg­ina í júlí ár hvert, þegar skólakrakk­ar fá út­borguð sum­ar­laun sín eft­ir fyrsta vinnu­mánuðinn.

Hátíð þessi hef­ur farið þannig fram að boð hafa borist milli ung­menna með m.a. SMS skila­boðum um það hvert skuli halda. Síðan hef­ur verið slegið upp tjald­búðum á svæðum sem ekki eru ætluð sem tjald­stæði og úr orðið ein als­herj­ar úti­hátíð án alls skipu­lags og aðstöðu s.s. hrein­læt­is, gæslu eða ann­ars.

Lög­regl­an seg­ir, að á þess­um sam­kom­um hafi ölv­un verið al­menn, slags­mál og slys tíð, ölv­unar­akstr­ar og jafn­vel kyn­ferðis­brot. Hvet­ur lög­regl­an for­eldra til að sinna ábyrgð sinni sem slík og gæta barna sinna.

Þá seg­ir lög­regl­an, að gera megi ráð fyr­ir mik­illi um­ferð á veg­um úti og af því til­efni og vegna hugs­an­legr­ar SMS hátíðar muni lög­regl­an á suðvest­ur­horn­inu vera með sér­stak­an viðbúnað. Verður fjölgað á vökt­um og lög­regla höfuðborg­ar­svæðis­ins mun vera, líkt og verið hef­ur í sum­ar, verða með mótor­hjól við um­ferðareft­ir­lit á stofn­braut­um.

Sjúkra­flutn­inga­menn á Sel­fossi bæta einnig við viðbúnað sinn en s.l. laug­ar­dag fóru þeir í 17 sjúkra­flutn­inga. Þá mun þyrlu­sveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar vera með sér­stak­an viðbúnað um helg­ina og fljúga með lög­reglu­menn til eft­ir­lits.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka