Ráðin í starf ráðgjafa heilbrigðisráðherra

Inga Dóra Sigfúsdóttir hefur verið ráðin í tímabundna stöðu sem ráðgjafi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um stefnumótun í heilbrigðismálum með sérstaka áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Inga Dóra er forseti Kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík og sinnir að auki rannsóknum á líðan og hegðun ungmenna hjá rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknum & greiningu.

Inga Dóra stundaði doktorsnám við Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum og fjallaði doktorsritgerð hennar um streitu í lífi ungmenna og tengsl hennar við andlega líðan og hegðun.

Að loknu starfi við stefnumótun í heilbrigðismálum mun Inga Dóra snúa aftur til starfa sem deildarforseti við Háskólann í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert