Slapp við refsingu en þarf að greiða bætur

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra hef­ur sak­fellt tví­tuga konu fyr­ir að slá til karl­manns með glasi á dans­gólfi á skemmti­stað á Ak­ur­eyri. Refs­ingu kon­unn­ar var frestað en dóm­ari vís­ar til þess að hún snög­greidd­ist vegna ófor­svar­an­legr­ar fram­komu manns­ins við hana. Kon­an þarf að greiða mann­in­um 116 þúsund krón­ur í bæt­ur og 107 þúsund í máls­kostnað.

Fram kem­ur í dómn­um, að kon­an rakst utan í mann­inn á dans­gólf­inu og brást maður­inn við með því að hrækja á kon­una. Kon­an brást reið við og sló til manns­ins með glasi, sem hún hélt á og fékk maður­inn skurð á höfuðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka