Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sakfellt tvítuga konu fyrir að slá til karlmanns með glasi á dansgólfi á skemmtistað á Akureyri. Refsingu konunnar var frestað en dómari vísar til þess að hún snöggreiddist vegna óforsvaranlegrar framkomu mannsins við hana. Konan þarf að greiða manninum 116 þúsund krónur í bætur og 107 þúsund í málskostnað.
Fram kemur í dómnum, að konan rakst utan í manninn á dansgólfinu og brást maðurinn við með því að hrækja á konuna. Konan brást reið við og sló til mannsins með glasi, sem hún hélt á og fékk maðurinn skurð á höfuðið.