Bjargveiðimenn í Eyjum ætla að draga mjög úr lundaveiði

Bjargveiðimenn í Eyjum ætla aðeins að veiða lunda í soðið …
Bjargveiðimenn í Eyjum ætla aðeins að veiða lunda í soðið í sumar.

Félag bjargveiðimanna hélt fund á mánudagskvöld þar sem rædd var sú staða sem upp er komin hjá sjófuglum í Vestmannaeyjum vegna ætisskorts en ljóst er að lundavarp er lélegt. Haft er eftir Ívari Atlasyni, forsvarsmanni bjargveiðimanna í Fréttum í Eyjum, að veiðimenn ætli að láta lundann njóta vafans í sumar og aðeins veiða í soðið.

Ívar sagði að menn hefðu rætt það á fundinum að lundaveiði hefði mikið menningarlegt gildi í Vestmannaeyjum.

„Við getum ekki hugsað okkur að lundinn hverfi héðan. Þannig að við viljum að menn haldi í þessa hefð og nái sér aðeins í soðið. Að menn stundi veiðarnar með tilliti til þessara aðstæðna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka