Síðdegis í gær var 17 ára ökumaður stöðvaður í Norðfirði á 150 km. hraða. Sá á yfir höfði sér háa fjársekt og sviptingu ökuleyfis.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um tíuleytið í gærkvöldi bifreið stöðvuð á 141 km. hraða í Álftafirði. Um þrem tímum seinna var sama bifreið stöðvuð í Neskaupstað, við umferðareftirlit, og vaknaði þá grunur hjá lögreglumönnum um að fíkniefni væru í bifreiðinni einnig að ökumaður hennar væri undir áhrifum fíkniefna við aksturinn.
Fíkniefnahundurinn Kiza var á vettvangi og fann hún um það bil 7 gr. af hassi og lítilræði af kókaíni. Fíkniefnapróf sem tekið var af ökumanninum reyndist jákvætt og má hann búast við kæru fyrir akstur undir áhrifum eiturlyfja, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.