Erlendur ferðamaður á bílaleigubíl var stöðvaður af lögreglunni á Selfossi skömmu eftir miðnætti eftir að hafa mælst á 140 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi í Flóa. Við nánari athugun þótti lögreglumönnum vissara að færa manninn til blóðprufu þar sem grunur lék á að hann væri einnig undir áhrifum áfengis.