Óttaleg hamingja á Hólmavík

00:00
00:00

Á und­an­förn­um árum hef­ur færst mjög í vöxt að haldn­ar séu nokk­urs kon­ar átt­haga­hátíðir í bæj­ar­fé­lög­um úti á lands­byggðinni. Fyr­ir þrem­ur árum bætt­ist Hólma­vík í hóp þeirra bæja sem standa fyr­ir slík­um hátíðum en þar verður hátíðin Ham­ingju­dag­ar á Hólma­vík hald­in nú um helg­ina. Það var að fær­ast hátíðarbrag­ur yfir bæ­inn en blaða- og mynda­töku­menn mbl.is áttu þar leið um í vik­unni en á meðal þess sem fram fer í tengsl­um við hátíðina er skreyt­ing­ar­keppni á milli hverfa.

Bjarni Ómar Har­alds­son, formaður Ham­ingju­daga, seg­ir hátíðina hafa verið mjög vel heppnaða und­an­far­in tvö ár og að gest­um hafi fjölgað jafnt og þétt á þess­um stutta tíma. Á fyrstu hátíðinni hafi gest­ir verið um fimm hundruð. Annað árið hafi þeir verið á milli átta hundruð og þúsund og í ár sé gert ráð fyr­ir að gest­ir á hátíðinni verði á bil­inu 1.250 til 1.500.

Bjarni seg­ir það aðallega vera brott­flutta Stranda­menn sem sæki bæ­inn heim á meðan Ham­ingju­dag­arn­ir standi yfir. Oft taki þeir þó vini og vanda­menn, ann­ars staðar að á land­inu, með og því fari sá hóp­ur sís­tækk­andi sem upp­lifi ham­ingj­una í Hólma­vík.

Dag­skrá hátíðar­inn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert