Óttaleg hamingja á Hólmavík

Á undanförnum árum hefur færst mjög í vöxt að haldnar séu nokkurs konar átthagahátíðir í bæjarfélögum úti á landsbyggðinni. Fyrir þremur árum bættist Hólmavík í hóp þeirra bæja sem standa fyrir slíkum hátíðum en þar verður hátíðin Hamingjudagar á Hólmavík haldin nú um helgina. Það var að færast hátíðarbragur yfir bæinn en blaða- og myndatökumenn mbl.is áttu þar leið um í vikunni en á meðal þess sem fram fer í tengslum við hátíðina er skreytingarkeppni á milli hverfa.

Bjarni Ómar Haraldsson, formaður Hamingjudaga, segir hátíðina hafa verið mjög vel heppnaða undanfarin tvö ár og að gestum hafi fjölgað jafnt og þétt á þessum stutta tíma. Á fyrstu hátíðinni hafi gestir verið um fimm hundruð. Annað árið hafi þeir verið á milli átta hundruð og þúsund og í ár sé gert ráð fyrir að gestir á hátíðinni verði á bilinu 1.250 til 1.500.

Bjarni segir það aðallega vera brottflutta Strandamenn sem sæki bæinn heim á meðan Hamingjudagarnir standi yfir. Oft taki þeir þó vini og vandamenn, annars staðar að á landinu, með og því fari sá hópur sístækkandi sem upplifi hamingjuna í Hólmavík.

Dagskrá hátíðarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert