Rætt um fiskveiðistjórnun, kosti hennar og galla

Frá fundinum í Finnlandi. Einar og Sirkka-Liisa Anttila, landbúnaðarráðherra Finnlands
Frá fundinum í Finnlandi. Einar og Sirkka-Liisa Anttila, landbúnaðarráðherra Finnlands

Ein­ar Krist­inn Guðfinns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra sótti í gær sum­ar­fund mat­vælaráðherra Norður­landa sem hald­inn var í Björ­ne­borg (Pori) í Finn­landi. Á fund­in­um var m.a. rætt um al­var­legt ástand þorsk­stofns­ins í Eystra­salti og þá fóru einnig fram al­menn­ar umræður um fisk­veiðistjórn­un, kosti henn­ar og galla. Sér­stak­lega var rætt um brott­kast og þá ógn sem líf­ríki Eystra­salts staf­ar af meng­un sjáv­ar.

Í til­kynn­ingu kem­ur fram að ráðherr­arn­ir urðu sam­mála um að Norður­lönd­in skuli beita sér öt­ul­lega í að bæta heilsu og lífs­gæði íbúa þeirra með sér­stakri áherslu á betra mataræði barna áður en í veru­legt óefni verði komið. Bæði þurfi að stuðla að heil­brigðara lífern­ir með holl­ara mataræði og auk­inni hreyf­ingu.

Rætt var um þróun byggðar, land­búnaðar og skóg­rækt­ar. Tals­verðar umræður urðu um byggðamál og þann vanda sem víða er uppi í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarbyggðum Norður­land­anna. Hvernig unnt er að bregðast við t.d. með ný­sköp­un í at­vinnu­lífi og hvert hlut­verk stjórn­valda er á því sviði. Ein­ar Krist­inn fagnaði því starfi sem að þessu lýt­ur og fram hef­ur farið frá sum­ar­fund­in­um á Ak­ur­eyri 2004, sér­stak­lega með hliðsjón af yf­ir­lýs­ing­unni sem þar var samþykkt.

Fjallað var um vel heppnaða sam­vinnu Norður­land­anna um varðveislu erfðaauðlinda og samþykkt ný áætl­un um heild­ar­sam­starf á þessu sviði frá og með næstu ára­mót­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert