Gengið yfir bíla og fleiri eignaspjöll unnin; mikill erill hjá lögreglu

Reykjavík.
Reykjavík.

Allar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru nýttar til fulls í nótt, þar sem erill var mikill. Meðal annars voru handteknir menn sem höfðu gengið yfir átta bíla á Grettisgötu og sparkað í þá og dældað og skilið eftir skóför í lakkinu á þeim. Virðast þessi eignaspjöll hafa verið unnið algjörlega að tilefnislausu.

Eitt fíkniefnamál kom til kasta lögreglunnar í nótt, og voru tveir handteknir í tengslum við það. Þá veittist maður að lögreglumönnum sem voru að sinna máli sem maðurinn tengdist ekki á nokkurn hátt. Þá voru nokkrir teknir fyrir ölvun við akstur, og aðrir fundust víndauðir á almannafæri og voru fluttir í fangageymslur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert