Gengið yfir bíla og fleiri eignaspjöll unnin; mikill erill hjá lögreglu

Reykjavík.
Reykjavík.

All­ar fanga­geymsl­ur lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu voru nýtt­ar til fulls í nótt, þar sem er­ill var mik­ill. Meðal ann­ars voru hand­tekn­ir menn sem höfðu gengið yfir átta bíla á Grett­is­götu og sparkað í þá og dældað og skilið eft­ir skóför í lakk­inu á þeim. Virðast þessi eigna­spjöll hafa verið unnið al­gjör­lega að til­efn­is­lausu.

Eitt fíkni­efna­mál kom til kasta lög­regl­unn­ar í nótt, og voru tveir hand­tekn­ir í tengsl­um við það. Þá veitt­ist maður að lög­reglu­mönn­um sem voru að sinna máli sem maður­inn tengd­ist ekki á nokk­urn hátt. Þá voru nokkr­ir tekn­ir fyr­ir ölv­un við akst­ur, og aðrir fund­ust víndauðir á al­manna­færi og voru flutt­ir í fanga­geymsl­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka