Nýr viðskiptaráðherra og sex barna faðir frá Skarði í Gnúpverjahreppi, Björgvin G. Sigurðsson, þykir traustur og yfirvegaður. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins ræðir Pétur Blöndal við Björgvin. Menntun viðskiptaráðherrans er í sagnfræði og heimspeki, og ef til vill hlakka einhverjir í viðskiptalífinu til að fá slíkan mann í ráðherrastól þar sem hann hafi ekkert vit á viðskiptum og verði því auðsveipur.