„Með verstu blæðingum sem ég hef upplifað“

Dekkjahöllin á Akureyri átti fullt í fangi með að hreinsa …
Dekkjahöllin á Akureyri átti fullt í fangi með að hreinsa bíla sem lentu í tjöruslettum og steinkasti. Gríðarlegur umferðarþungi og hár hiti olli því að nýlagður vegur losnaði upp svo Vegagerðin átti erfitt um vik. mbl.is/Skapti

Fjöl­marg­ir bíl­ar urðu fyr­ir skemmd­um vegna tjöru og grjóts þegar ný­leg klæðning tók að gefa sig á veg­in­um norðan Ak­ur­eyr­ar á föstu­dag. Að sögn Kristjáns Þorkels­son­ar, starfs­manns hjá Vega­gerðinni, var um sam­spil hita og um­ferðarþunga að ræða og kom at­vikið þeim al­gjör­lega í opna skjöldu.

„Þessi kafli var klædd­ur um síðustu helgi og búið að sópa hann. Við fór­um yfir hann á há­degi og allt virt­ist vera í góðu lagi svo við bjugg­umst eng­an veg­inn við þessu.“

Um er að ræða tæp­lega 10 km lang­an veg­arkafla frá Lóns­bakka, við bæj­ar­mörk Ak­ur­eyr­ar, út að Þela­mörk. Kristján seg­ir að at­b­urðarás­in hafi verið mjög hröð, um hálft­völeytið hafi byrjað „blæðing­ar“ í mal­bik­inu, þ.e.a.s. tjar­an fór að koma upp í gegn­um klæðning­una. Brugðist hafi verið skjótt við og kallaðir til bíl­ar til að dreifa salla á veg­inn og hefta „blæðing­una“, en á þeim tæpa klukku­tíma sem beðið var eft­ir bíl­un­um hafi all­ur veg­arkafl­inn losnað upp. Um­ferðin hafi verið afar þung og aðstæður erfiðar.

„Við náðum tök­um á þessu um sex­leytið en hætt­um ekki fyrr en klukk­an átta. Ég hef aldrei lent í öðru eins, þetta var al­veg hræðilegt,“ seg­ir Kristján. Fylgst verður með veg­in­um alla helg­ina til þess að tryggja að ástandið end­ur­taki sig ekki.

Ekki er vitað hve marg­ir bíl­ar áttu leið um svæðið meðan ástandið var sem verst, en þó er ljóst að um mik­inn fjölda er að ræða að sögn Pálma Þor­steins­son­ar, rekstr­ar­stjóra Vega­gerðar­inn­ar á Ak­ur­eyri. „Al­mennt hef­ur fólk tekið þessu með ró enda skil­ur það að þetta er bara ólán og aðstæður sem erfitt var að ráða við. En okk­ur þykir þetta óskap­lega leiðin­legt.“ Samið hef­ur verið við Dekkja­höll­ina á Ak­ur­eyri um hreins­un á bíl­um þeirra sem eft­ir því leita og er fólki bent á að leita til Vega­gerðar­inn­ar, sem skrifi þá út beiðni fyr­ir hreins­un­inni.

Að sögn Jó­hanns Jóns­son­ar hjá Dekkja­höll­inni er einkum um að ræða steina sem hafa skot­ist inn í hjóla­skál­ar bíl­anna, svo ískr­ar í brems­um, auk þess sem bíl­arn­ir eru útataðir í tjöru. „Við vor­um að fram eft­ir kvöldi í gær og strax við opn­un í dag var kom­in góð röð á planið fyr­ir utan,“ seg­ir Jó­hann. Þrátt fyr­ir allt sé samt hljóðið í fólk­inu nokkuð gott enda sjái eng­inn ástæðu til að æsa sig þegar veðrið er svo gott. „Ætli sól­in sé ekki að bjarga þessu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert