Ekki liggur fyrir hverjir möguleikar Íslendinga eru á að fá upplýsingar um meint fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar í íslenskri lofthelgi, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. Hún segir rannsóknina enn á frumstigi og enn óljóst hvernig henni verður háttað.
„Ég hef beðið sendiherra okkar í Strassborg að setja sig í samband við mannréttinda- og laganefnd þings Evrópuráðsins og fá leiðsögn frá þeim um hvernig við getum staðið að rannsókninni," segir Ingibjörg.
Hún segir að fundað verði með nefndinni eftir helgi og ættu málin því að skýrast á næstu dögum.