Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Lista fólksins, leggst gegn samningi Akureyrarbæjar við Íþróttafélagið Þór um framkvæmdir á svæði félagsins. Hann segir samninginn slæman, bæði fyrir Þór og bæjarfélagið. Bæjarráð samþykkti í vikunni uppbygggingar- og framkvæmdasamning við bæði KA og Þór; þann síðarnefnda með þremur atkvæðum gegn tveimur og samninginn við KA með þremur atkvæðum en tveir fulltrúar sátu hjá.
„Ég er sammála því að byggja þurfi upp og bæta félagssvæði íþróttafélaganna og bærinn á að veita til þess fjármagn. Samt sem áður er það mitt álit að byggja ætti Akureyrarvöll upp sem keppnisvöll fyrir meistaraflokkana og sem æfinga- og keppnisvöll fyrir frjálsar íþróttir," segir í bókun sem Oddur Helgi gerði í bæjarráði.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.