Erill hjá lögreglu í borginni og á Suðurlandi

Mikill erill var hjá lögreglunni á Selfossi í nótt, og sinnti hún útköllum víða í sveitum Árnessýslu, bæði í sumarbústaði og annan vettvang. Allt gekk þó stóráfallalaust.

Sömu sögu hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að segja, erill nokkur en ekkert alvarlegt kom upp á. Færri gistu fangageymslur en í fyrrinótt, þegar allt var fullt.

Þrjú fíkniefnamál komu til kasta LRH, er leitarhundar fundu fíkniefni falin í bílum sem höfðu verið stöðvaðir við hefðbundið eftirlit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert