Innan við helmingur landsmanna sáttur við ráðherraval

Ríkisstjórnin utan við Bessastaði.
Ríkisstjórnin utan við Bessastaði. mbl.is/Júlíus

Innan við helmingur þjóðarinnar er ánægður með val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn, að því er fram kemur í þjóðarpúlsi Gallup fyrir júlí, sem birtur er í dag. Ánægjan er þó ívið meiri með val á ráðherrum Samfylkingarinnar en á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, segir ennfremur.

Fimmtíu af hundraði eru ánægð með ráðherraval Samfylkingarinnar, en 41% er ánægt með ráðherraval Sjálfstæðisflokks. Fylgismenn Samfylkingarinnar eru mun ánægðari með val á ráðherrum í sínum flokki, eða 80%, en 71% kjósenda Sjálfstæðisflokksins er ánægt með val á ráðherrum flokksins.

Almennt eru kjósendur á höfuðborgarsvæðinu ánægðari með ráðherravalið en landsbyggðarkjósendur, og er ánægjan minnst í Norðausturkjördæmi. Konur eru mun ánægðari með ráðherraval Samfylkingarinnar en Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert