Mikill meirihluti styður ríkisstjórnina

Ríkisstjórn utan við Bessastaði.
Ríkisstjórn utan við Bessastaði. mbl.is/Júlíus

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar nýtur mikils stuðnings þjóðarinnar en 83% prósent landsmanna sögðust styðja stjórnina samkvæmt mælingu sem gerð var í júní af Capacent Gallup og sagt var frá í Sjónvarpinu.

Þar kom fram, að mestur hefur stuðningur við ríkisstjórn mælst 74%, eftir kosningarnar árin 1995 og 1999 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var við völd.

Fylgi flokkanna breytist lítið frá síðustu mælingu, Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 41% fylgi, Samfylkingin mælist með 29% fylgi, Vinstrihreyfingin-grænt framboð mælist 15% fylgi, Framsóknarflokkurinn er með 9% fylgi, fylgi Frjálslynda flokksins mælist 5% og Íslandshreyfingarinnar 1%.

Tæplega 17 % svarenda gefa ekki upp afstöðu sína og 4 % segjast myndu skila auðu ef kosningar færu fram í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert