Lögreglan á Vestfjörðum segir, að lausaganga búfjár sé víða vandamál við vegina og skapi hættu fyrir ökumenn. Í síðustu viku var tilkynnt um átta óhöpp, víðsvegar um Vestfirði, þar sem ekið var á búfé. Í þessum tilfellum var ekið á níu lömb og þrjár kindur. Þessu til viðbótar bárust lögreglu nokkrar kvartanir yfir lausum hestum við vegi.