Hraðinn drepur - getuna

00:00
00:00

Höfðað er til ábyrgðar­kennd­ar ungra öku­manna í nýj­um ís­lensk­um for­varn­ar­aug­lýs­ing­um, en í hliðstæðum áströlsk­um aug­lýs­ing­um er aft­ur á móti gefið í skyn að þeir sem aka hratt séu „litl­ir menn.“

Tengil á áströlsku aug­lýs­ing­una má finna hér að neðan.

Aug­lýs­inga­her­ferð Um­ferðar­stofu heit­ir „Hraðinn drep­ur - í al­vör­unni.” Sjón­varps­aug­lýs­ing­in er að stærst­um hluta teiknuð hreyfi­mynd sem telst nýbreytni við gerð aug­lýs­inga­her­ferða Um­ferðar­stofu. Einnig voru gerðar blaða- og út­varps­aug­lýs­ing­ar.

Í frétta­til­kynn­ingu frá US seg­ir:

„Al­mennt má segja að ung­ir öku­menn standi sig mun bet­ur í um­ferðinni núna en áður. Þetta sýna slysa- og óhappa­töl­ur und­an­far­inna ára frá Um­ferðar­stofu og trygg­ing­ar­fé­lög­um.

Ung­ir öku­menn eru þó vit­an­lega stór áhættu­hóp­ur bæði vegna skorts á reynslu og þroska og einnig vegna margskon­ar fé­lags­legs áreit­is sem get­ur leitt til áhættu­hegðunar.

Það eru til dæmi um að lög­regla og veg­far­end­ur upp­lifi at­b­urðarás í um­ferðinni sem lík­ist því sem sjá má í spenn­andi bíla­tölvu­leik.

Halda mætti að ökumaður­inn telji sig þátt­tak­anda í leik sem að er utan veru­leik­ans. Af­leiðing­ar þess eru hins­veg­ar aðrar en í leikn­um og oft mjög al­var­leg­ar.“

Jafn­framt er leit­ast við að fræða öku­menn um harðari viður­lög við um­ferðarlaga­brot­um sem ný­lega tóku gildi. Sem dæmi má nefna að hægt er að setja nýliða sem ger­ist brot­leg­ur í um­ferðinni í akst­urs­bann, og fær hann ekki prófið aft­ur fyrr en að loknu nám­skeiði og öku­prófi.

Þetta ákvæði er til viðbót­ar við sekt­ir og tíma­bundna svipt­ingu öku­rétt­inda, en sekt­ir fyr­ir um­ferðarlaga­brot hafa hækkað.

Sjón­varps­aug­lýs­ing­in er unn­in eft­ir hug­mynd­um aug­lýs­inga­stof­unn­ar Hvíta húss­ins, og gerð teikni­mynd­ar­inn­ar var í hönd­um fyr­ir­tæk­is­ins „I love Dust” í Bretlandi.

Ástr­alska for­varn­ar­aug­lýs­ing­in

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert