Skotfastur Garðbæingur

Eitt af hlutverkum lögreglunnar í Vestmannaeyjum um helgina var að mæla skotfestu valinna leikmanna á Shellmótinu, sem þar fór fram. Segir lögreglan, að ungur drengur úr Garðabænum hafi reynst skotfastastur og ef þessi hraði hefði verið mældur í umferðinni hefði hann orðið að greiða dágóða sekt.

Allt fór vel fram þrátt fyrir mikinn mannfjölda í Eyjum um helgina. Minniháttar slys varð þó í spröngunni svonefndu þegar ungur gestur fékk höfuðhögg og varð að gera að sárum hans á sjúkrahúsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert