Skotfastur Garðbæingur

Eitt af hlut­verk­um lög­regl­unn­ar í Vest­manna­eyj­um um helg­ina var að mæla skot­festu val­inna leik­manna á Shell­mót­inu, sem þar fór fram. Seg­ir lög­regl­an, að ung­ur dreng­ur úr Garðabæn­um hafi reynst skot­fast­ast­ur og ef þessi hraði hefði verið mæld­ur í um­ferðinni hefði hann orðið að greiða dágóða sekt.

Allt fór vel fram þrátt fyr­ir mik­inn mann­fjölda í Eyj­um um helg­ina. Minni­hátt­ar slys varð þó í spröng­unni svo­nefndu þegar ung­ur gest­ur fékk höfuðhögg og varð að gera að sár­um hans á sjúkra­húsi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert