Sluppu vel úr bílveltu í Önundarfirði

Fjölskyldan sem lenti í bílveltu í Önundarfirði í gærkvöldi fór heim að lokinni skoðun og eftirliti á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hjón með tvö börn voru í bíl sem keyrði útaf og fór margar veltur um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Betur fór en á horfðist í fyrstu því talið var að tveir hefðu slasast, en allir sluppu ómeiddir samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á sjúkrahúsinu á Ísafirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka