Stökk af lyftara á ferð og handleggsbrotaði

Vinnuslys varð í morgun við Skarðsmýrarfjall þar sem Hellisheiðarvirkjun er. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru tildrög þess með þeim hætti, að starfsmaður var að aka gaffallyftara á milli staða. Þegar hann var kominn niður í bratta brekku fannst honum sem hemlar hefðu bilað. Ökumaðurinn sá sér þann kost vænstan að stökkva af lyftaranum og við það mun hann hafa handleggsbrotnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka