Undirbúa sölu á kvóta

Þorskur
Þorskur Reuters

agnes@mbl.is

EigendurEskju á Eskifirði, hjónin Björk Aðalsteinsdóttir og Þorsteinn Jónsson, undirbúa nú sölu á öllum bolfiskkvóta fyrirtækisins, samtals 4.600 þorskígildistonnum.

Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri Eskju, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hjónin hafi nýverið keypt Kristin Aðalsteinsson, bróður Bjarkar, út úr fyrirtækinu og fyrirhuguð sala kvótans eigi m.a. að fjármagna þau kaup.

"Meginhugsunin er sú að skipta fyrirtækinu upp, þannig að bolfiskvinnslan verði sér fyrirtæki í eigu annarra ... og auðvitað er reynt eftir megni að finna kaupendur sem vilja vera hér í rekstri," segir Haukur.

Breytingar í atvinnumálum með Fjarðaáli

Með tilkomu Fjarðaáls í Reyðarfirði eru íbúar svæðisins í Fjarðabyggð, einkum á Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað og Fáskrúðsfirði, á grænni grein hvað varðar atvinnuástand, enda munu hátt í eitt þúsund ný störf skapast, eftir að Reyðarál er komið í fullan gang.

Það eru firðirnir sem fjærst eru Fjarðabyggð sem eiga í erfiðleikum og við niðurskurð á fiskveiðiheimildum munu kröggur þeirra bara aukast. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Austfirðinga og fjallað um viðhorf þeirra og atvinnuástand.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert