Binda miklar vonir við heilsársveg um Tröllatunguheiði

Vegaframkvæmdir standa nú yfir á Tröllatunguheiði á milli Króksfjarðar og Steingrímsfjarðar. Um er að ræða lagningu svokallaðs Arnkötludalsvegar sem verður heilsársvegur en sá vegur sem nú liggur yfir heiðina er einungis opinn yfir sumartímann.

Nýi vegurinn mun ekki stytta leiðina frá Ströndum í Dali en þar sem hann verður malbikaður verður hann mun fljótfarnari en gamli vegurinn. Sem heilsársvegur mun hann einnig stytta leiðina á milli Hólmavíkur og Borgarness um 40 km sé leiðin borinn saman við leiðina sem liggur um Hrútafjörð.

Sveitastjórar Dalabyggðar og Standabyggðar þau Gunnólfur Lárusson og Ásdís Leifsdóttir líta björtum augum til framtíðarinnar og þeirra breytinga sem lagning vegarins mun hafa á byggðalögin beggja vegna heiðarinnar. Segir Gunnólfur það nú vera í höndum íbúa Búðardals að byggja upp vegaþjónustu ekki síður en landbúnaðarþjónustu þannig að ferðamenn framtíðarinnar velji fremur að stoppa í Búðardal en Borgarnesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert