Eldur kom upp í hvalaskoðunarbátnum Eldingu II á Viðeyjarsundi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Hvalaskoðun Reykjavíkur, sem á bátinn, voru engir farþegar um borð og engin hætta á ferðum.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var þyrla gæslunnar, Gná, send á staðinn og hífði hún manninn frá borði. Ekkert amaði að manninum og var hann fluttur á Reykjavíkurflugvöll. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var ákveðið að senda þyrluna á staðinn þar sem áhöfn hennar var tilbúinn til brottfarar. Búið er að draga bátinn í höfn og er slökkviliðið að dæla úr bátnum en mikill leki er í bátnum. Búið er að slökkva eldinn.
Í síðustu viku varð eldur laus í vélarrúmi hvalaskoðunarskipsins Hafsúlunnar sem er í eigu Hvalaskoðunar Reykjavíkur líkt og Eldingin.