Fimmta hvert barn á grunnskólaaldri hefur sætt líkamlegu ofbeldi

Fimmta hvert barn á grunnskólaaldri hér á landi hefur sætt líkamlegu ofbeldi á heimili og er hlutfallið svipað á vettvangi skólans. Allt að þriðjungur telur sig hafa sætt andlegu ofbeldi í einhverri mynd og tæplega einn af hverjum tíu greinir frá kynferðislegu ofbeldi í einhverri mynd.

Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum rannsóknar, sem Barnaverndarstofa gerði meðal nemenda í 7. og 9. bekkjum grunnskóla. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegri rannsókn á ofbeldi í garð barna, se, Alþjóðasamtökin gegn ofbeldi og vanrækslu í garð barna og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna stóðu að.

Tvenns konar spurningalistar voru lagðir fyrir bekkjardeildir 7. og 9. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, landsbyggðinni og í dreifbýli. Annars vegar var lagður fyrir spurningalisti varðandi ofbeldi á heimili barnanna eða í grennd við heimilið og hins vegar spurningalisti varðandi ofbeldi við skóla eða vinnustað.

Niðurstöður rannsóknarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert