Guðmundur Benediktsson, bæjarlögmaður Hafnarfjarðar, tilkynnti fjármálaráðneytinu formlega í dag um þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að nýta forkaupsrétt sinn í hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Frestur hluthafa til að nýta forkaupsrétt á hlut ríkisins rennur út klukkan 16 í dag.
Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar i gær samþykkti bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að beita forkaupsrétti gagnvart öllum fölum hlutum sem Hafnarfjarðarbær á rétt á samkvæmt samþykktum félagsins og lögum. Jafnframt var bæjarlögmanni falið að tilkynna ríkinu um ákvörðun bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkti jafnframt að selja Orkuveitu Reykjavíkur þann hlut, sem Hafnarfjarðarbær á rétt á að kaupa samkvæmt forkaupsrétti.