Í heimsókn til Moskvu

Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri
Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri

Vilhjálmur Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, fer á miðvikudag í opinbera heimsókn til Moskvu. Með honum í för verður yfir 30 manna sendinefnd sem er ein sú fjölmennasta sem fylgt hefur íslenskum ráðamönnum á erlendri grund. Bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, og Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, eru í sendinefndinni.

Að sögn aðstoðarmanna borgarstjóra hafa Rússar mikinn áhuga á orkumálum á Íslandi og verða þau til umræðu á sérstöku þingi í borginni á fimmtudag. Borgarstjóri Moskvu býður Vilhjálmi að sækja borgina heim en borgaryfirvöld þar hafa lengi átt í samskiptum við yfirvöld í Reykjavík. Dagskrá heimsóknarinnar gerir ráð fyrir að sendinefndin íslenska sæki sýningu Bolshoj-ballettsins á Svanavatninu, vera við opnun á útibúi Norvik bankans og fara í menningar- og skoðunarferð í boði Moskvuborgar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert