Í heimsókn til Moskvu

Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri
Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri

Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, fer á miðviku­dag í op­in­bera heim­sókn til Moskvu. Með hon­um í för verður yfir 30 manna sendi­nefnd sem er ein sú fjöl­menn­asta sem fylgt hef­ur ís­lensk­um ráðamönn­um á er­lendri grund. Bæði Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar, og Björn Ingi Hrafns­son, formaður borg­ar­ráðs, eru í sendi­nefnd­inni.

Að sögn aðstoðarmanna borg­ar­stjóra hafa Rúss­ar mik­inn áhuga á orku­mál­um á Íslandi og verða þau til umræðu á sér­stöku þingi í borg­inni á fimmtu­dag. Borg­ar­stjóri Moskvu býður Vil­hjálmi að sækja borg­ina heim en borg­ar­yf­ir­völd þar hafa lengi átt í sam­skipt­um við yf­ir­völd í Reykja­vík. Dag­skrá heim­sókn­ar­inn­ar ger­ir ráð fyr­ir að sendi­nefnd­in ís­lenska sæki sýn­ingu Bols­hoj-ball­etts­ins á Svana­vatn­inu, vera við opn­un á úti­búi Nor­vik bank­ans og fara í menn­ing­ar- og skoðun­ar­ferð í boði Moskvu­borg­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert