Náttúruverndarsamtökin gagnrýna LÍÚ

Náttúruverndarsamtök Íslands gagnrýna Landssamband íslenskra útvegsmanna fyrir að hafna ráðleggingum vísindamanna um verulegan samdrátt í þorskafla en leggja þess í stað til án frekari rökstuðnings að hvalveiðar verði stórauknar.

LÍÚ sagði í greinargerð í gær, að mikil aukning hvala hafi áhrif á afrán þeirra á loðnu og þorski en áætlað sé að þeir taki á milli eina og tvær milljónir tonna af loðnu á ári og umtalsvert magn af þorski. Í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökunum er vísað til niðurstöðu vísindanefndar NAMMCO frá síðasta ári þar sem segir, að ekkert sé hægt að fullyrða um samspil sjávarspendýra og fiskistofna í Barentshafi og við Ísland.

„Í stað þess að gera hvali að blóraböggli ætti LÍÚ að sýna ábyrgð og viðurkenna niðurstöður vísindamanna um að draga verði úr þorskveiðum um 63 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári," segir í tilkynningu Náttúrufræðstofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert