Reykjanesbær fær um 62% af hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja

Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Eftir Guðrúnu Hálfdánardóttur

guna@mbl.is

Þrjú sveitarfélög ákváðu að nýta sér forkaupsrétt á 15,2% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, mun rúmlega 62% af 15,2% hlut ríkisins renna til Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðabær fær rúmlega 24% og Grindavíkurkaupstaður rúmlega 13%.

Hafnarfjarðabær og Grindavíkurkaupstaður hafa ákveðið að selja Orkuveitu Reykjavíkur þann hlut sem þau fá frá ríkinu en auk þess mun Grindavíkurkaupstaður selja meginhlutann af eign sinni í Hitaveitu Suðurnesja til Orkuveitunnar. Ef Hafnarfjarðabær ákveður á næstu sex mánuðum að selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja þá hefur Orkuveitan skuldbundið sig til að kaupa þann hlut á genginu 7.

Í viðtali við Fréttavef Morgunblaðsins í morgun sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að bærinn kjósi að hafa Geysi Green Energy sem aðalsamstarfsaðila í Hitaveitu Suðurnesja en fyrir helgi undirritaði Geysir samkomulag við nokkur sveitarfélög á Suðurlandi og Suðurnesjum, sem áttu hlut í HS, um að kaupa hlut þeirra í Hitaveitu Suðurnesja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert