Verðið á olíufati á heimsmarkaði fór yfir 73 bandaríkjadali og hefur það ekki farið svo hátt í þrjá mánuði. Ástæðan mun vera aukin eftirspurn eftir eldsneyti yfir sumarmánuðina í Bandaríkjunum og er reiknað með að verð á eldsneyti muni hækka hér á landi innan tíðar.
Í kvöldfréttum sjónvarpsins kom fram að talsmenn olíufélaganna teldu eðlilegt og óhjákvæmilegt að bensínverð myndi hækka hér innan skamms.