Þrjú sveitarfélög, Grindavíkurkaupstaður, Hafnarfjarðabær og Reykjanesbær, hafa sett sig í samband við fjármálaráðuneytið og tilkynnt um að þau ætli að nýta sér forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja.
Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að því sé ljóst að forkaupsréttur verði nýttur í Hitaveitu Suðurnesja en í lok apríl var tilboði Geysir Green Energy í 15,2% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Tilboðið hljóðaði upp á rúma 7,6 milljarða króna. Var tilboðinu tekið með fyrirvara um hvort sveitarfélög myndu nýta sér forkaupsrétt en forkaupsréttartímabilinu lýkur klukkan 16:00 í dag.
Á föstudag var undirritaður samningur Geysis Green Energy um kaup á hlutum annarra sveitarfélaga sem eiga eignarhlut í Hitaveitu Suðurnesja. Eru það sveitarfélögin: Vestmannaeyjabær, Árborg, Kópavogur, Vogar, Sandgerði og Garður.