Gæsin AVP heiðraði Blönduós með nærveru sinni í dag ásamt fjölskyldu sinni. Gæsin fékk þetta óvenjulega nafn þegar hún var fyrst merkt á Blönduósi fyrir sjö árum en hún hefur snúið aftur ár hvert á varpstöðvarnar á Blönduósi eftir vetrarsetu á Bretlandseyjum. Heimamenn eru sannfærðir um, að AVP sé að halda upp á 131 árs staðarins í dag en Thomas J. Thomsen hóf fyrstur verslun á Blönduósi 4. júlí árið 1876.