Dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tæplega tvítugan karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota, þar á meðal þjófnað, fjársvik, akstur án ökuréttinda undir áhrifum fíkniefna, fíkniefnabrot og brot gegn vopnalögum. Maðurinn rauf skilyrði reynslulausnar með brotunum en hann hefur hlotið fjölda dóma fyrir svipuð afbrot og hann var dæmdur fyrir nú.

Maðurinn var m.a. fundinn sekur um að hafa brotist inn í Glerárskóla á Akureyri í nóvember á síðasta ári og stolið þaðan tölvum og öðrum búnaði. Hann var einnig dæmdur fyrir innbrot í bakarí í Kópavogi og fyrir að gefa upp númer á stolnu greiðslukorti í eigu Akureyrarbæjar til að reyna að greiða fyrir mat og gistingu í Reykjavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert