Fíkniefni fundust í bílum

Lít­ill­ræði af am­feta­míni og hassi fannst í fjór­um bif­reiðum um helg­ina eft­ir að fíkni­efna­hund­ar voru fengn­ir til að leita í þeim. Efn­in voru afar vel fal­in og höfðu ekki fund­ist eft­ir hefðbundna leit lör­g­reglu­manna.

Þá voru tveir karl­menn og ein kona, öll á fimm­tugs­aldri, hand­tek­in í vest­ur­borg­inni síðdeg­is í gær. Við hús­leit fund­ust um 100 grömm af ætluðu hassi og rúm­lega 2 grömm af ætluðu am­feta­míni. Fólk­inu var sleppt að lok­inni yf­ir­heyrslu og telst málið upp­lýst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka