Fötluð ungmenni sem vinna á almennum vinnumarkaði í sumar á vegum Reykjavíkurborgar fá aðeins laun fyrir hluta vinnuvikunnar. Þau vinna 20 stundir í viku en fá aðeins 14 tíma borgaða. Í frétt Ríkisútvarpsins kom fram að tímakaup hjá tvítugum pilti er um 840 krónur og verður hann því af um tuttugu þúsund krónum á mánuði af þessum sökum.
Faðir hans segist orðlaus yfir þessu óréttlæti en fagnar þó framtakinu að fötluðum ungmennum sé gert kleyft að spreyta sig á vinnumarkaði.