Höfuðborgarbúar duglegir að vökva

Vökvað á Skólavörðustíg.
Vökvað á Skólavörðustíg. mbl/Kristinn Ingvarsson

Það sést greinilega á rennslistölum kalda vatnsins hjá Orkuveitu Reykjavíkur að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa verið duglegir að vökva garðana sína síðustu daga. Fór rennslið frá vatnstökusvæðum borgarinnar allt upp í liðlega 1.100 lítrar á sekúndu síðdegis á föstudag. Mesta rennsli vikuna áður, þegar einnig var nokkuð þurrkasamt, nam rúmlega þúsund lítrum á sekúndu en algengasta rennsli vikunnar þar á undan var um 900 lítrar á sekúndu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert