Fram kom í rannsókn Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst sem birt var í febrúar á þessu ári að Dalirnir hafi óvissa og veika ímynd í hugum fólks þrátt fyrir að þeir séu sögustaðir nokkurra helstu Íslendingasagnanna.
Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri Dalabyggðar, segir að þetta megi m.a. rekja til þess að byggðalagið hafa setið eftir í uppbyggingu ferðaþjónustu. Hið opinbera hafi þó þegar lagt sitt að mörkum við uppbyggingu Eiríksstaða og Leifssafnsins og að nú sé boltinn í höndum heimamanna.
Tæplega 2.000 manns á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum og Norðurlandi tóku þátt í umræddri könnun Rannsóknarmiðstöðvarinnar um ímynd hinna ýmsu staða á Vesturlandi en könnunin var gerð fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.