Lögreglan á Akureyri vaktar vel 10 km vegkafla milli Lónsbakka og að Þelamörk þar sem „blæðingar“ eru í malbikinu, þ.e. þar sem tjara kemur upp í gegnum klæðninguna. 50 km hámarkshraði er á þessum kafla, en þó nokkur fjöldi bíla hefur verið stoppaður af lögreglu á allt upp í 115 km hraða. Stórhættulegt er að keyra á svo miklum hraða þar sem vegurinn er svo lélegur, að sögn lögreglu.