Kristín stýrir framboði Íslands til öryggisráðs SÞ

Kristín Árnadóttir.
Kristín Árnadóttir.

Ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur ráðið Krist­ínu A. Árna­dótt­ur til að stýra fram­boði Íslands til ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna en kosn­ing­ar fara fram á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna haustið 2008. Krist­ín hef­ur stýrt skrif­stofu borg­ar­stjór­ans í Reykja­vík und­an­far­in ár en borg­ar­stjóri hef­ur veitt henni leyfi frá störf­um á meðan hún sinn­ir verk­efn­inu fyr­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið.

Ísland hef­ur lýst yfir fram­boði til sæt­is í ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir árin 2009-2010 en ör­ygg­is­ráðið ber aðal ábyrgð á varðveislu heims­friðar og ör­ygg­is á grund­velli sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna. Í ör­ygg­is­ráðinu sitja 15 þjóðir hverju sinni frá öll­um heims­álf­um en Ísland er eitt fárra Evr­ópu­ríkja sem aldrei hef­ur átt þar sæti. Fram­boð Íslands nýt­ur ein­dreg­ins stuðnings hinna Norður­land­anna.

Krist­ín A. Árna­dótt­ir er með meist­ara­próf í op­in­berri stjórn­sýslu og stjórn­un frá Syracu­se Uni­versity í Banda­ríkj­un­um. Hún hóf störf hjá Reykja­vík­ur­borg 1994 sem aðstoðarmaður borg­ar­stjóra, var sviðsstjóri Þró­un­ar- og fjöl­skyldu­sviðs frá 2001- 2005 og skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjóra frá þeim tíma. Hún hef­ur verið í for­ystu fyr­ir alþjóðasam­skipti borg­ar­stjóra, er í stjórn Evr­ópu­sam­taka borga gegn fíkni­efn­um og stýr­ir nú op­in­berri heim­sókn borg­ar­stjóra til Moskvu.

Á síðasta ári starfaði Krist­ín hjá Þús­ald­ar­verk­efni Sam­einuðu þjóðanna í New York þar sem hún lagði áherslu á þátt­töku borga í þró­un­ar­sam­vinnu og hvernig unnt sé að ein­falda aðgengi Afr­íkuþjóða að reynslu og sér­fræðiþekk­ingu sem hef­ur orðið til á Vest­ur­lönd­um, meðal ann­ars á sviði end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa.

Krist­ín hef­ur störf fyr­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið um miðjan júlí.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert