Sænskir og íslenskir nördar keppa

„Stórleikur" fer fram á föstudagskvöld milli íslensku og sænsku nördanna á Kópavogsvelli þar sem nýja stúkan á vellinum verður jafnframt formlega tekin í notkun. Leikurinn tengist landsmóti Ungmennafélags Íslands, sem fer fram í Kópavogi um helgina, og segir í tilkynningu, að landslið íslensku nördanna hyggi á hefndir eftir ófarir A-landsliðsins í Svíþjóð á dögunum.

Sænsku nördarnir koma til landsins á morgun fimmtudag. Þá fá þeir tækifæri til að kynnast landi og þjóð, stunda æfingar og njósna um hina erfiðu andstæðinga.

Haldin verður opin æfing á æfingarsvæðinu Versölum í Kópavogi á morgun klukkan 16:30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Kristín M. Jóhannsdóttir: ???
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert