Samkeppnishömlur á leigubílamarkaðnum

Leigubílaleyfin eru of fá að mati samkeppniseftirlitinu.
Leigubílaleyfin eru of fá að mati samkeppniseftirlitinu. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Of fá akstursleyfi leigubílstjóra eru í umferð á höfuðborgarsvæðinu að mati samkeppniseftirlitinu sem hefur gert úttekt á leigubílamarkaðnum. Samkeppniseftirlitið hefur beint því til samgönguráðuneytisins að lög um leigubílaakstur verði endurskoðuð því það telji miklar samkeppnishömlur vera á markaðnum.

Ríkisútvarpið skýrði frá því að sökum þess að akstursleyfin eru of fá og í höndum bílstjóranna en ekki leigubílastöðvanna sé oft skortur á leigubílum á höfuðborgarsvæðinu um helgar.

Á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum eru einungis gefin út 560 leyfi.

Samkeppniseftirlitið og Vegagerðin sem vann einnig að úttektinni telja að nýta mætti leyfin betur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert