Segir veiðieftirlit Gæslunnar vera árás á öryggi sjómanna

Land­helg­is­gæsla Íslands ræðst á ör­yggi sjó­manna með því að nota upp­lýs­ing­ar úr ör­ygg­is­tækj­um til veiðieft­ir­lits. Þetta seg­ir Gísli Her­manns­son, út­gerðarmaður Gull­bjarg­ar sem staðinn var að meint­um ólög­leg­um veiðum í síðasta mánuði.

Í regl­um um skyndi­lok­an­ir seg­ir að Rík­is­út­varp­inu beri að lesa upp all­ar skyndi­lok­an­ir á hverj­um degi en Gísli seg­ir, að það hafi far­ist fyr­ir dag­inn sem Gull­björg var tek­in í lokuðu hólfi.

Í opnu bréfi til Land­helg­is­gæsl­unn­ar og stjórn­sýsl­unn­ar á Ísaf­irði seg­ir Gísli: „Ég vil benda ykk­ur á að þið eruð að nota upp­lýs­ing­ar úr ör­ygg­is­tæki sem var skikkað um borð í báta til að reyna að klekkja á mönn­um sem eru ekki skyggn­ir og hlusta ekki á út­varps­send­ingu sem aldrei var send út. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þið gerið þetta og er þetta árás á ör­yggi sjó­manna og kerfi sem út­gerðar­menn þess­ara báta borga rekst­ur­inn á. Gísli H. Her­manns­son, út­gerðamaður Gull­bjarg­ar ÍS 666 sem staðin var að meint­um ólög­leg­um veiðum á Deild­ar­grunni þann 19.06. 2007.“

Að sögn Gísla eru yf­ir­völd að leita upp­lýs­inga í svo­kölluðu STK-tæki, sem sér um sjálf­virka til­kynn­inga­skyldu ís­lenskra fiski­skipa. Sjálf­virka til­kynn­inga­skyld­an er hugsuð til að tryggja ör­yggi ís­lenskra sjó­manna en ekki til eft­ir­lits með flot­an­um. Gísli seg­ir að málið sé enn til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni á Vest­fjörðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert